*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Innlent 8. október 2019 17:02

Icelandair lækkaði um 4,61%

Gengi hlutabréfa Icelandir lækkaði mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gengi úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands OMXI10 lækkaði um 1,34% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni og stóð gengið í 1885,46 stigum við lokun markaða. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 1,4 milljörðum króna.

Gengi bréfa Eikar fasteignafélags hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,2% í 55 milljóna króna viðskiptum. Fast á hæla Eikar fylgdi Kvika með 0,85% hækkun í 31 milljóna króna viðskiptum.

Gengi bréfa Icelandair lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 4,61% í 62 milljóna króna veltu. Þá lækkaði gengi bréfa Marels um 2,18% í 218 milljóna króna veltu.  

Icelandair greindi frá því í gær að félagið hafi aldrei flutt fleiri farþega en það sem af er ári samanborið við fyrri ár.

Stikkorð: Kauphöll Icelandair Nasdaq