Icelandair lækkaði um 5% í dag og standa bréf félagsins nú í 1,44 krónum á hlut. Þetta er viðsnúningur frá síðasta viðskiptadegi kauphallarinnar síðastliðinn föstudag en þá hækkuðu bréfin um tæp 6% . Eftir lokun markaða þann sama dag var greint frá því að hluthafahópur félagsins hefði samþykkt kaup Bain Capital á tæplega 16,6% hlut í félaginu.

Sýn lækkaði næst í dag, um 1,7%, og standa bréf félagsins nú í 40,9 krónum á hlut. Á ársgrundvelli hafa bréf félagsins þó hækkað um 70%. Ef vikið er að First North markaðinum má sjá að Icelandair var ekki eina flugfélagið í lágflugi í dag því Play lækkaði um 2,4%. Bréf félagsins standa nú í 20,8 krónum á hlut eða um 2,8 til 0,8 krónum yfir útboðsverðinu.

Origo hækkaði mest í dag eða um 1% og hafa bréf félagsins hækkað um rúm 20% frá áramótum. Marel kom þar á eftir í mestu veltu dagsins en félagið hækkaði um 0,7% í 947 milljóna króna viðskiptum. Bréf félagsins hafa hækkað um 3,4%, um30 krónur, frá því á föstudaginn.