*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 24. mars 2021 18:01

Icelandair lækkar áfram

Hertar sóttvarnaraðgerðir setja strik í reikninginn hjá Icelandair. Gengið hlutabréfa lækkaði um ríflega 6% í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Talsvert meira var um gengislækkanir en hækkanir á nýloknum viðskiptadegi í Kauphöll Nasdaq á Íslandi. Gengi tólf félaga af þeim nítján sem skráð eru á aðalmarkað lækkaði í viðskiptum dagsins. Gengi úrvalsvísitölunnar OMXI10 lækkaði um 0,68% og stendur gengið nú í 2.770,11 stigum. Heildarvelta viðskipta nam 4,6 milljörðum króna.

Mest lækkaði gengi hlutabréfa Icelandair, eða um 6,47% í 305 milljóna króna veltu. Líklegt er að aukning á COVID-19 smitum og hertar sóttvarnaraðgerðir hafi haft sitt að segja. Stendur gengi bréfa félagsins í kjölfarið í 1,3, sem er 30% yfir útboðsgengi bréfanna í hlutafjárútboðinu sem fór fram síðasta haust.

Gengi hlutabréfa TM, VÍS, Arion banka, Eikar, Regins og Reita lækkaði á bilinu 2,16% til 3,58%.

Stikkorð: Kauphöll Icelandair Nasdaq