Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,1% í 4,9 milljarða veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag.

Tryggingafélögin Sjóvá og VÍS leiddu hækkanir, en gengi hlutabréfa Sjóvá hækkaði um 1,07% í 212 milljóna viðskiptum og gengi VÍS um 0,99% í 257 milljóna viðskiptum. Festi hækkaði um 0,9% í 767 milljóna viðskiptum.

Icelandair lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 2,14% í 545 milljón króna viðskiptum. Flugfélagið hafði hækkað um 10% á undanförnum dögum og náði meðal annars hæsta gengi sínu í gær frá sumri 2020.Flugfélagið Play lækkaði um 2 prósent á First North markaðnum í óverulegum viðskiptum. Gengi bréfa fasteignafélaganna Eikar og Reita lækkuðu í óverulegum viðskiptum.

Mesta veltan var með hlutabréf Marel, en gengi bréfa félagsins hækkaði um 0,23% í 1,5 milljarða viðskiptum. Hlutabréfaverð félagsins stendur nú í 858 krónum á hlut.