Eftir umtalsverðar gengishækkanir frá því að jákvæðar fréttir bárust af þróun bóluefnis á dögunum, lækkaði hlutbréfaverð Icelandair um 8,03% í viðskiptum dagsins í Kauphöll Nasdaq á Íslandi. Gengi fasteignafélaganna hefur einnig hækkað nokkuð eftir fréttirnar en fasteignafélögin þrjú, Regin, Reitir og Eik, þurftu öll að sætta sig við áþekkar gengislækkanir, eða um 2-3%.

Gengi OMXI10 úrvalsvísitölunnar lækkaði um 0,52% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 2.328,52 stigum. Heildarvelta viðskipta dagsins nam 3,7 milljörðum króna.

Ekki er hægt að segja að gengi nokkurs félags hafi hækkað verulega, en í viðskiptum dagsins hækkaði gengi sjö félaga en nam sú hækkun innan við 1% í öllum tilfella.