Þegar þetta er skrifað nemur lækkunin 25,57%, en í kjölfar afkomuviðvörunar flugfélagsins sem birt var í morgun hefur verið hrun á gengi bréfa félagsins.

Í samtali við Viðskiptablaðið sagði Björgólfur Jóhannsson forstjóri fyrirtækisins að langtímahorfur félagsins séu góðar, og þær tölur sem þar birtast, til að mynda um þriðjungslækkun á EBITDU milli ára, séu ekki dauði fyrir félagið.

Viðskiptablaðið ræddi einnig við Stefán Brodda Guðjónsson sem sagði félagið hafa lakari horfu r en markaðurinn hefði gert ráð fyrir og það væri ekki óalgengt að markaðurinn lækki í heild þegar svona stórt lykilfélag tæki svona mikla dýfu.

Sagði hann þó ekki endilega hægt að lesa út úr þessu einhver skilaboð um ferðaþjónustuna yfir höfuð.