Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur lækkað um 2,68 prósentustig það sem af er degi, þegar þetta er ritað, í tæplega 300 milljón króna viðskiptum. Síðastliðinn föstudag lækkaði hlutabréfaverð félagsins umtalsvert eða um 7,74 prósentustig í 881 milljón króna viðskiptum.

Þegar þetta er skrifað þá hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um ríflega 10 prósentustig á tveimur dögum. Stuttu fyrir helgi birti Icelandair uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Samkvæmt heimildarmönnum Viðskiptablaðsins var uppgjörið ekki í takt við væntingar markaðarins.

Í þessum mánuði hefur gengi bréfa Icelandair hækkað um 2,76 prósentustigum, en það sem af er árinu hefur hlutabréfaverðið fallið um 35,02 prósentustig og um 45,32 prósentustig á síðustu tólf mánuðum.