Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lauk vikunni í smávægilegri lækkun eða um 0,01% og stendur nú í 2018,56 stigum. Heildaraviðskipti kauphallarinnar nam 1,5 milljarði en mestu viðskipti voru með bréf Símans eða um 700 milljónir króna.

Mest lækkun var með bréf Icelandir en þau lækkuðu um 4,6% í dag og standa nú í 6,85 krónum en eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag hyggst félagið USAerospace endurreisa Wow Air. Bréf Icelandair hafa nú lækkað um 25,05% á þessu ári.

Næst mest lækkun var á bréfum Heimavalla en þau lækkuðu um 4,03% í smávægilegum viðskiptum sem námu 357 þúsund krónur.

Þriðja mesta lækkun dagsins var á bréfum Sýn sem lækkaði um 0,72% og stendur nú í 27,6 krónum á hvern hlut.

Mesta hækkun dagsins var með bréf Símans en hún nam 2,17% og er gengi bréfanna núna í 4,7 krónum á hvern hlut. Bréf félagsins hafa því hækkað um 24,19% á árinu.

Næst mest hækkun var á bréfum Brim, áður HB Grandi, en þau hækkuðu um 1,32% og standa því í 38,35 krónum á hvern hlut.

Þriðja mest hækkun var á bréfum Festi en þau hækkuðu um 1,21% og standa í 125,5 krónum.

Lítil hreyfing var á gengi krónunnar en hún lækkaði mest samanborið við sænsku krónuna eða um 0,67% en hækkaði mest samanborið við breska pundið eða um 0,22%.