*

miðvikudagur, 29. janúar 2020
Innlent 28. ágúst 2018 09:44

Icelandair lækkar um 20%

Gengi bréfa Icelandair Group hefur hríðlækkað í kjölfarið á því að félagið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gærkvöldi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur lækkað um ríflega 20% í fyrstu viðskiptum dagsins. Kemur lækkunin í kjölfarið á því að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið í annað sinn í gærkvöldi. Á sama tíma lét Björgólfur Jóhannsson af störfum sem forstjóri félagsins. 

Þegar þetta er skrifað stendur gengi bréfanna í 6,7 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra frá því í júlí 2012.