Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði um 2,35% í 433 milljón króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Aðeins eitt félag hækkaði í viðskiptum dagsins en það var HB Grandi sem hækkaði um 0,86% í 36 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkun var hjá Reginn en félagið lækkaði um 3,77% í 246 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var hjá Festi en félagið lækkaði um 3,42% í 668 milljóna króna viðskiptum. Önnur félög lækkuðu flest hver um og undir 3%.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins lækkaði um 1,80% en heildarveltan á markaðnum í dag nam 4,3 milljörðum króna.