Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 3,22% í fyrstu viðskiptum frá opnun Kauphallarinnar í morgun. Gengi Icelandair stendur í 1,74 krónum á hlut þegar fréttin er skrifuð, samanborið við 1,8 krónur við lokun Kauphallarinnar í gær.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,4% í morgun.

Hlutabréfaverð Marels, sem vegur þyngst í vísitölunni, hefur lækkað um 1,45% frá opnun markaða.

Þá hefur gengi bréfa Kviku lækkað um tæp 2% í 80 milljón króna viðskiptum. Stóru bankarnir á markaði hafa einnig lækkað nokkuð frá opnun, Arion um 0,9% í 70 milljóna veltu og Íslandsbanki um 1,1% í óverulegum viðskiptum.