*

miðvikudagur, 19. febrúar 2020
Innlent 22. ágúst 2018 11:39

Icelandair lækkar um 3,14%

Hlutabréfaverð í flugfélaginu Icelandair hefur lækkað um 3,14% í 86 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Flugvélar Icelandair.
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð í flugfélaginu Icelandair hefur lækkað um 3,14% í 86 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi. Þá hefur fasteignafélagið Reginn lækkað næstmest það sem af er degi um 1,45% í 72 milljóna króna viðskiptum.

Fimm félög hafa hækkað í Kauphöllinni í dag en það eru Sýn, N1, Sjóvá, Síminn og Arion. Skeljungur hefur hækkað mest það sem af er degi eða um 1,44% í 41 milljóna króna viðskiptum.

Heildarvelta í Kauphöllinni það sem af er degi hefur numið 576 milljónum króna.