*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 8. ágúst 2018 16:08

Icelandair lækkar um 3,4%

Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði um 3,39% í 195 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Icelandair lækkaði um 3,39% í 195 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Í morgun greindi Viðskiptablaðið frá því farþegum fyrirtækisins í júlí hafi fækkað um 5% samanborið við júlí á síðasta ári. Næstmest lækkun var á hlutabréfum í Heimavöllum eða 1,72% í 19 milljóna króna viðskiptum. 

Mest hækkaði verð á hlutabréfum í Skeljungi eða um 0,40% í 20 milljóna króna viðskiptum. Næstmest hækkaði verð á bréfum í Sýn eða um 0,16%.

Þá lækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 0,35%. Heildarvelta dagsins var 399 milljónir króna.