Heildarvelta með hlutabréf á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag nam um 953 milljónum króna. Þar af var mest velta með bréf í N1 en hún nam um 221 milljónum króna. Hlutabréfavísitalan OMX Iceland hækkaði um 0,70% í viðskiptum dagsins.

Alls hækkuðu sjö félög í viðskiptum dagsins en Icelandair leiddi hækkanirnar með 1,80% hækkun í 22 milljóna króna viðskiptum. Hlutabréfaverð í Högum hækkaði næstmest í viðskiptum dagsins eða um 0,95% í 189 milljóna króna viðskiptum.

Fjögur félög lækkuðu í viðskiptum dagsins en mest lækkun var hjá Sýn og HB Granda. HB Grandi lækkaði um 0,98% í 15 milljóna króna viðskiptum og lækkaði Sýn um sömu prósentu en þó aðeins í 1 milljóna króna viðskiptum.