Umtalsvert fleiri rauðar tölur var að finna en grænar eftir lokun kauphallarinnar í dag. Ber þar helst að nefna Icelandair sem lækkaði um 1,9% í 253 milljóna króna veltu.

Marel lækkaði næst mest eða um 1,4% í 579 milljóna króna veltu. Langsamlega mesta veltan var með bréf Arion en þau lækkuðu um 0,2% í tæplega 1,8 milljarða velta. Þá lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,74% og stendur nú í 3.002,37 stigum. EIK fasteignafélag hækkaði mest í dag eða um 2% í dag í 512 milljóna króna veltu. Sýn hækkaði næst mest eða um 0,7% í einnar milljónar veltu.

Krónan styrkti sig lítillega gagnvart pundinu í dag eða um 0,7%. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði var 3,8 milljarðar og heildarvelta á skuldabréfamarkaði var um helmingi lægri, eða 1,9 milljarðar.