Icelandic Water Holdings, sem framleiðir Icelandic Glacial vatnið, og Icelandair hafa gert með sér samning þess efnis að Icelandic Glacial vatnið verði á boðstólum í öllum vélum félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Water Holdings en samningurinn, sem er til tveggja ára, tekur strax gildi og munu farþegar á leið til allra áfangastaða Icelandair hafa kost á því að gæða sér á íslensku vatni á meðan á flugi stendur.

„Við erum virkilega ánægð með samstarfið við Icelandair”, segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður og annar af stofendum Icelandic Water Holdings í tilkynningunni.

„Icelandair er glæsilegur fulltrúi Íslands og fyrirtækið hefur unnið mikið og gott starf við kynningu á Íslandi erlendis”.