Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
© BIG (VB MYND/BIG)

Hagnaður Icelandair fyrir skatta nam 71 milljón bandaríkjadala, eða 8,2 milljörðum króna, og jókst um 13,6 milljónir dala, eða tæplega 1,6 milljarð, á milli ára. Það jafngildir því að hagnaður hafi aukist um 24% á milli ára. Tekjuaukningin á milli ára var 13,8%. Þetta kemur fram í ársreikningi sem birtur var í dag.

EBITDA á fjórða ársfjórðungi nam 6,8 milljónum bandaríkjadala og jókst um 0,9 milljón USD á milli ára. Eiginfjárhlutfall 42% í árslok 2013 samanborið við 39% í árslok 2012.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að stjórn Icelandair Group leggur til að arður að fjárhæð 2.150 milljónir króna verði greiddar til hluthafa á árinu 2014. Það samsvarar 0,43 krónum á hvern hlut.