Icelandair mun segja upp að minnsta kosti 200 manns í byrjun vinnuvikunnar, ef marka má frétt RÚV. Þar segir að allt að 150 flugfreyjum verði sagt upp og um 60 flugmönnum. Auk þess sé viðbúið að fækkað verði í öðrum deildum fyrirtækisins. Í fréttinni segir að dregið verður úr áætlunarflugi í vetur og áhöfnum fækkað. Boðað hefur verið til starfsmannafundar á þriðjudagsmorgun þar sem fara á yfir framtíðarhorfur fyritækisins. Rekstur flestra flugfélaga hefur gengið erfiðlega að undanförnu í kjölfar hratt hækkandi eldsneytisverðs. Icelandair Group tapaði 1,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2008.