Gengi hlutabréfa Icelandair Group stendur nú í 5,55 krónum á hlut eftir 6,1% lækkun dagsins og er nú einungis 0,02 krónum á hlut frá lægsta gengi bréfanna í um 8 ár. Icelandair er einungis 0,01 krónu fyrir ofan síðasta lággildi bréfanna þann 18. október síðastliðinn þegar þau stóðu í 5,54 krónum á hlut.

Bréf Icelandair leiddu lækkanir dagsins í Kauphöllinni en alls lækkaði gengi bréfa 17 félaga af 20 í viðskiptum dagsins. Bréf Orgio lækkuðu um 4,3% í tæplega 17 milljóna viðskiptum og þá lækkuðu bréf Eikar um 3,45% í 182 milljóna viðskiptum og bréf Festi um 3,2% í 296 milljóna viðskiptum.

Bréf Brim voru þau einu sem hækkuðu í viðskiptum dagsins eða um 2,25% í 60 milljóna viðskiptum.

Velta á markaðnum nam 3,5 milljörðum en mest velta var með bréf Arion banka sem lækkuðu um 1,75% í 468 milljóna viðskiptum. Flest viðskipti voru hins vegar með bréf Icelandair eða 54 en velta með bréf félagsins nam 101 milljón.

Þá lækkaði úrvalsvísitalan um 1,34% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 1912,66 stigum.