Miklar verðsveiflur halda áfram að einkenna Icelandair í Kauphöllinni en félagið lækkaði um 5% í dag eftir 10% hækkun gærdagsins. Samtals voru 36 viðskipti gerð með bréfin fyrir 213 milljónir króna.

Annar er tiltölulega rólegur viðskiptadagur að baki í Kauphöllinni. Velta nam 2,2 milljörðum króna en þar af var einn milljarður króna vegna viðskipta með bréf Marels sem hækkuðu um tæp 0,2%. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,15% og var skráð 2.055 stig við lokun markaða.

Mest hækkuð bréf í Brim eða um rúmt prósent í viðskiptum fyrir 108 milljónir króna. Iceland Seafood hækkað örlítið minna eða um rúmt prósent í viðskiptum fyrir 23 milljónir króna. Þá hækkaði Eik fasteignafélag um rúmt hálft prósent í viðskiptum fyrir 25 milljónir króna.

Töluverð viðskipti voru með hluti í Kviku eða fyrir 305 milljónir króna og lækkaði bankinn um 2,5% í dag. Eimskip lækkaði um 0,8% í viðskiptum fyrir 30 milljónir króna.

Velta á markaði með skuldabréf var 7,2 milljarðar króna en mest viðskipti voru með bréf á styttri verðtryggðaendanum.