Ímark hefur tilnefnt Össur, Nova og Icelandair sem markaðsfyrirtæki ársins. Úrslitin verða gerð kunn næsta fimmtudag ásamt valinu á markaðsmanni ársins. Þetta upplýsti Þórhallur Guðlaugsson, formaður dómnefndar um markaðsfyrirtæki ársins á MBL.is.

Undanfarin 20 ár hefur ÍMARK veitt íslensku markaðsverðlaunin. Verðlaunin eru afhent í nóvember ár hvert. Sem fyrr eru þau veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á líðandi ári og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst. Við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku við markaðsmálin og að fjárhagslegt öryggi sé til staðar. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1991 og hafa P. Samúelsson, Miðlun, Olís, Íslensk ferðaþjónusta, Íslenskar sjávarafurðir, Vaka Helgafell, Sláturfélag Suðurlands, Tal, SÍF, Húsasmiðjan, Bláa Lónið, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Flugfélag Íslands ,Actavis, Siminn, Icelandair, Landsbankinn, Össur og NOVA verið valin Markaðsfyriræki ársins.

Markaðsverðlaunin 2010 voru afhent í nóvember sama ár, þar sem Markaðsfyrirtæki ársins 2010 var Borgarleikhúsið og Markaðsmaður ársins 2010 voru í raun tveir, tvíeyki sem eru sem einn maður, þ.e. Simmi & Jói (Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson). Fyrirtækin sem voru tilnefnd til verðlaunanna voru Borgarleikhúsið, Icelandair og Vínbúðin.