Flugfélögin Icelandair og Easyjet voru stundvísust í aprílmánuði af þeim sem stunda millilandaflug frá Keflavíkurflugvelli samkvæmt athugun Dohop.

Samkvæmt niðurstöðum hennar var Icelandair stundvísast við brottför með rúmlega 93% brottfara á réttum tíma, en við komur nam hlutfall lendinga á réttum tíma 85%.

Við komur til Keflavíkur var breska flugfélagið Easyjet hins vegar stundvísast eða í um 95% tilvika, en 85% brottfara félagsins voru á réttum tíma.

Brottfarir og komu Wow air voru á réttum tíma í um 78% tilvika, en félagið hefur lengi verið það stundvísasta í Keflavík.

Afar lítið var fellt niður af flugi í apríl, en easyJet felldi þó niður fimm flug. Hvorki Icelandair né WOWair þurftu að fella niður flug í mánuðinum.