Icelandair og Finnair sömdu í gær um samstarf félaganna tveggja á flugleiðunum milli Íslands og Helsinki og á milli Helsinki og Varsjár. Icelandair mun samkvæmt samkomulaginu annarst flugið milli Íslands og Helsinki, en það verður kennt við bæði flufélögin. Hið sama gildir um flugið til Varsjár, en Finnair mun annarst það.

Icelandair flýgur fjórum sinnum í viku til Helsinki í sumar.

„Þetta samkomulag er mjög ánægjulegt. Finnair hefur mjög góðar tengingar í leiðakerfi sínu við Asíumarkaði og Rússland, en við bjóðum í okkar kerfi mikla tíðni til Bandaríkjanna og Evrópu. Samstarfið veitir okkur nýjan aðgang að mörkuðum í austrinu og Finnair aðgang að mörkuðum í vestrinu. Báðir aðilar sjá því hag í þessu markaðssamstarfi“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair.