*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 2. maí 2018 17:29

Icelandair og Reitir hækkuðu mest

Hækkun hlutabréfa á Aðalmarkaði kauphallar Nasdaq var minni en á First North þó viðskiptin væru mun meiri.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland stendur í 1.780,48 stigum eftir viðskipti dagsins, en þau námu 1,5 milljarði króna. Markaðsvísitala Gamma lækkaði um 0,10% í 8,3 milljarða veltu en hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,37% í nánast sömu veltu og úrvalsvísitalan.

Mest hækkun á aðalmarkaði var á gengi bréfa Icelandair, eða um 2,22% í 446 milljóna viðskiptum. Það voru mestu viðskipti með eitt fyrirtæki á aðalmarkaðnum, en lokagengi bréfanna er nú 13,80 krónur.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá var þó hækkun Icelandic Seafood á First North markaðnum mun meiri. Nam hækkunina 8,6% í 92 milljón króna viðskiptum, en eins og sagt var frá á mánudag keypti félagið Icelandic Iberica af Bjarna Ármannssyni og samstarfsmönnum hans.

Næst mest hækkun á aðalmarkaði var á gengi bréfa Reita, eða 1,55% í 184 milljóna króna viðskiptum og fóru bréfin í 91,50 krónur.
Mesta lækkunin var hins vegar á gengi bréfa Skeljungs, sem lækkuðu um 2,77% í 124 milljóna viðskiptum og standa bréfin nú í 6,32 krónum.

Næst mest lækkun var síðan í gengi bréfa TM, en í óverulegum viðskiptum. Eins og áður sagði voru mestu viðskiptin með bréf Icelandair, en næst mest viðskipti voru með bréf Marel, eða fyrir 364 milljónir. Bréf Marel hækkuðu um 0,52% og fóru þau í 388,50 krónur.

Stikkorð: Marel Kauphöll Icelandair Skeljungur TM Nasdaq Reitir