Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,65% og stendur nú í 1.734,60. Viðskipti á hlutabréfamarkaði í dag rámu 1,3 milljörðum króna.

Verðmat greiningadeildar Capacent á tryggingafélögunum á markaði hafði talsverð áhrif á hlutabréfaverð þeirra. Hlutabréf í Sjóvá hækkuðu um 4,09% í 111 milljóna króna viðskiptum og bréf í TM hækkuðu um 1,01%. Hlutabréf í VÍS lækkuðu hins vegar um 1,26%.

Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu mest í dag eða um 1,32%. Hlutabréf í Símanum lækkuðu um 1,31%, Marel um 1,20%, Eimskipi um 0,49% og Regin um 0,4%.

Hlutabréf í Fjarskiptum hækkuðu um 0,86%, bréf í Reitum hækkuðu um 0,60% og Högum um 0,40%. Verð bréfa sem ekki hafa verið nefnd stóðu í stað.

Aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,25% en viðskipti með skuldabréf námu sléttum átta milljörðum króna í dag.

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,30% í dag og stendur í 148,413. Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,26% og hluabréfavísitalan lækkaði um 0,46%.