Íslensku flugfélögin Icelandair og Wow air hafa bannað notkun Samsung Galaxy Note 7, sem hafa verið innkallaðir. Nokkur dæmi eru um það að símarnir hafa sprungið eða brætt úr sér, og þar á meðal í flugi.

Á vefsíðu Icelandair er tekið fram að Samsung símarnir verða með öllu bannaðir um borð í vélum flugfélagsins og að ef farþegar reyna vísvitandi að fara á svig við þessar reglur og ferðast með tækin til Bandaríkjanna og Kanada, verði þeim vísað frá borði.

Á Facebook síðu Wow air er tekið fram að Samsung Galaxy Note 7 símarnir eru bannaðir í vélum flugfélagsins — hvorki í töskum, handfarangri farþega Wow air.

Samsung hefur nú þegar stöðvað framleiðslu símanna vegna þessa hvimleiða vandamáls. Margir hafa slasað sig á símunum til þessa og talið er líklegt að hagnaður Samsung dragist talsvert saman vegna málsins.