*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 30. júlí 2014 11:12

Icelandair og WOW air leggja áherslu á Keflavíkurflugvöll

Líkt og Norwegian og easyJet, hyggja Icelandair og WOW air ekki á millilandaflug til og frá Akureyri.

Ritstjórn

Icelandair og WOW air eru ekki með áætlanir um millilandaflug frá Akureyri. Þessu greinir túristi.is frá.

Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar norðan heiða vilja auka millilandaflug frá Akureyri og hafa átt í viðræðum við lággjaldaflugfélög meðal annars Norwegian og easyJet. Hins vegar segjast fulltrúar þessa félaga ekki vera með áætlanir um flug til Akureyrar eins og VB.is greindi frá.

Icelandair og WOW air eru í sömu stöðu. Arnar Már Arnþórsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs WOW air, segir í samtali við túristi.is að á þessari stundu hafi félagið ekki uppi nein áform um millilandaflug til og frá Akureyri.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir aðspurður um líkur á millilandaflugi frá Akureyri að flugvélar Icelandair væru afar stórar fyrir markað eins og Akureyri og að áhersla félagsins væri á Keflavíkurflugvelli. Hann segir að Icelandair muni áfram sinna markaðnum fyrir norðan með flugum sem Flugfélag Íslands flýgur frá Keflavík á sumrin en frá Reykjavíkurflugvelli allt árið.

Stikkorð: Wow Air Icelandair easyJet Akureyri
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is