Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur Icelandair Group átt í viðræðum um sölu eða samstarf milli dótturfélagsins Iceland Travel og bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þó lítil hreyfing verið á málinu eftir að greint var frá kaupum Icelandair á Wow air.

Iceland Travel var á árinu 2017 stærsta innlenda ferðaþjónustufyrirtæki landsins með veltu upp á 12,6 milljarða króna. Afkoma félagsins hefur hins vegar verið nokkuð döpur en hagnaður síðasta árs nam 40 milljónum króna. Þá kom fram í kynningu Icelandair Group á uppgjöri þriðja ársfjórðungs að rekstur Iceland Travel hefði verið erfiður það sem af er ári vegna erfiðs rekstrarumhverfis. Velta Guide to Iceland nam 4,8 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um 69% milli ára. Þá nam hagnaður félagsins 676 milljónum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .