Í janúarmánuði reyndist Icelandair vera stundvísasta flugfélagið samkvæmt mælingum Dohop. Reyndust 71% áætlaðra flugferða félagsins vera á réttum tíma, en það er mikil bæting frá síðasta mánuði.

Dohop tók saman stundvísi þerra þriggja flugfélaga sem eru með mest áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli, Icelandair, Wow air og easyJet.

Gátu flugfarþegar sem lentu í töfum við brottför með easyJet eða Wowair átt von á að bíða í um 25 mínútur, meðan tafirnar hjá Icelandair voru að meðaltali um 9 mínútur.

Wow air og easyJet voru álíka stundvís í janúar með um 58% sinna fluga á réttum tíma, en meðalstundvísi þessara þriggja félaga var þá 64%.