Samgönguráðuneytið í Bandaríkjunum lagði 50 þúsund dala sekt á Icelandair í síðustu viku fyrir að hafa brotið lög um flugsamögngur og reglur ráðuneytisins um auglýsingar á verði fluga. Greint er frá sektinni á Vísi . Upphæðin jafngildir um 6,2 milljónum króna.

Sektin er tilkomin vegna auglýsinga Icelandair frá því í fyrra um ferðir til Íslands og Evrópu fyrir 429 dali. Upplýsingar um opinberar álögur voru ekki teknar fram á síðunni og þurftu neytendur að velja ferð áður en þeir gátu séð heildarkostnað flugsins. Samkvæmt reglum ráðuneytisins þarf heildarverð að vera gefið upp í upphafi. Ákvað ráðuneytið því að sekta félagið.