Icelandair hefur stækkað flugflota sinn í samræmi við leiðarkerfi félagsins í sumar og bætast tvær vélar við hann. Annars vegar hefur Icelandair samið um kaup á einni Boeing 757-200 vél og leigu á annarri vél af sömu gerð til 20 mánaða. Í kjölfarið munu 16 vélar sinna flugi Icelandair næsta sumar í stað 14 í fyrrasumar.

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að kaupverðið sé trúnaðarmál en að viðskiptin séu fjármögnuð úr sjóðum félagsins.

Gert er ráð fyrir að báðar vélarnar verði tilbúnar til notkunar í leiðarkerfi félagsins í maí.

Boeing 757-200 vél í eigu Icelandair.
Boeing 757-200 vél í eigu Icelandair.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Vél sömu gerðar og bætist við flota Icelandair í sumar.