Stjórn Icelandair Group hefur ákveðið á grundvelli kaupréttaráætlunar félagsins að gefa út kauprétti að hlutafé í félaginu til forstjóra og lykilstjórnenda Icelandair Group, segir í tilkynningu. Samningarnir eru til þriggja ára og taka gildi í dag.

Um er að ræða kauprétti að samtals 45,300.000 hlutum til forstjóra og framkvæmdastjóra Icelandair Group og dótturfélaga samtæðunnar, samtals 17 manns.

Rétthöfum er heimilit að nýta þriðjung kaupréttarins í fjórar vikur frá 3. janúar ár hvert, í fyrsta skipti árið 2008.

Samningsgengi er 27,50 sem er vegið meðalgengi hluta í félaginu í Kauphöll Íslands síðustu 10 viðskiptadaga fyrir gerð hvers samnings.

Kauprétturinn er bundinn því skilyrði að starfsmaðurinn sé áfram í starfi innan samstæðunnar.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri félagsins, fær kauprétt að fimm milljón hlutum.