Í kjölfar verðkönnunar hefur Icelandair samið við norska olíufélagið Statoil um milliliðalaus kaup á flugvélaeldsneyti fyrir flugvélar fyrirtækisins að því er Fréttablaðið segir frá.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá ákváðu bæði Icelandair og Wow air að endurnýja ekki samning sinn við Skeljung sem rennur út um áramótin, en nýi samningurinn er til eins árs líkt og áður. Olís mun sinna ráðgjafarhlutverki við innflutning og dreifingu eldsneytisins frá Statoil.

Wow air er nú í viðræðum við tvö fyrirtæki um sinn samning, en N1 er annað þeirra að því er Fréttablaðið greinir frá.