„Skellur sem kom var töluvert meiri en við bjuggumst nokkurn tímann við,“ sagði Birkir Hólm Guðnason, forstjóri flugfélagsins Icelandair, á blaðamannafundi í dag.

Flugfélagið fór í viðamiklar hagræðingaraðgerðir í vor. Það fólst meðal annars í hópuppsögnum. „Við bjuggumst við minni eftirspurn og skárum framboðið niður um 14%,“ sagði Birkir Hólm.

Í haust hefur flugfélagið haldið áfram að skera niður kostnað.  „Við viljum helst ekki að það hafi áhrif á starfsemi okkar; tekjumyndun eða þjónustu,“ sagði Birkir Hólm.

Viðskiptablaðið spurði hvar annarsstaðar væri hægt að hagræða. „Það er ýmislegt hægt,“ sagði Birkir Hólm og nefndi að hægt væri að endursemja við birgja, bæta ferla, skipta um hótel erlendis og  hagræða í viðhaldi.