Icelandair hefur ákveðið að breyta um flugvöll í Flórída, segir í frétt The Orlando Sentinel.

Félagið hyggst flytja starfsemi sína frá Orlando International Airport (OIA) yfir til Orlando Sanford International Airport, en Icelandair var fyrsta erlenda flugfélagið sem hóf alþjóðlegt áætlunarflug frá OIA fyrir tuttugu árum síðan, segir í frétt blaðsins.

?Viðskiptavinir okkar hafa beðið eftir þjónustu til Evrópu í mörg ár," sagði Larry Dale, talsmaður Sanford Airport Authority. ?Með komu Icelandair getum við loksins boðið íbúum í nágrenni flugvallarins tækifæri á því."

Sanford-flugvöllur og Seminole-sýsla í Flórída borga Icelandair 75 þúsund Bandaríkjadali (4,7 milljónir króna) á ári í markaðsstyrk næstu sjö árin fyrir að skipta um flugvöll, segir í frétt The Orlando Sentinel.

Talsmaður OIA sagðist sjá eftir Icelandair en sagði litla markaðshlutdeild Icelandair á flugvellinum deyfa höggið.