*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 30. maí 2018 14:35

Icelandair snýr aftur til Baltimore

Flugfélagið hefur flug á ný til Baltimore eftir áratugs hlé.

Ritstjórn
Flugvél Icelandair á alþjóðaflugvellinum í Baltimore þegar fyrsta fluginu var fagnað
Aðsend mynd

Icelandair hefur nú hafið flug til Baltimore á ný, eftir um áratugs hlé. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu.

Flogið er fjórum sinnum í viku fram í miðjan október. Alls flýgur Icelandair til 23 áfangastaða í Norður-Ameríku á þessu ári.

Flugferðir til Baltimore eykur framboð Icelandair á ferðum á hið fjölmenna Washington/Baltimore svæði.       

Stikkorð: Icelandair Baltimore