Keldan hefur birt lista yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins miðað við tekjur. Samkvæmt listanum er Icelandair Group hf. stærsta fyrirtæki landsins með um 141 milljarð króna í tekjur á árinu 2014. Marel er næst stærsta fyrirtæki landsins samkvæmt listanum en tekjur félagsins voru 110 milljarðar króna á síðasta ári. Icelandic Group hf. er þriðja stærsta fyrirtækið með rétt tæpa 90 milljarða króna í tekjur á árinu 2014.

  1. Icelandair Group hf, tekjur: 141 milljarðar.
  2. Marel hf., tekjur: 110 milljarðar.
  3. Iceland Group hf., tekjur: 89,9 milljarðar.
  4. Alcoa Fjarðaál sf., tekjur: 86,5 milljarðar.
  5. Arion banki hf., tekjur: 85,8 milljarðar.
  6. Samherji hf., tekjur: 78,2 milljarðar.
  7. Hagar hf., tekjur: 76,3 milljarðar.
  8. Íslandsbanki hf., tekjur: 72,8 milljarðar.
  9. Norðurál Grundartangi ehf., tekjur: 71,9 milljarðar.
  10. Landsbankinn hf., tekjur: 70,6 milljarðar.