Icelandair Group stefnir á að renna fleiri stoðum undir reksturinn, að því er fram kom í máli Jóns Karls Ólafssonar, forstjóra Icelandair Group, á afkomufundi félagsins fyrir þriðja ársfjórðung í dag.

Hann vill sjá að aðrar stoðir verði um 20-30% af tekjum félagsins í framtíðinni. Jón Karl sagði að það sé mikill vöxtur” í leiguflugi og flugvélaviðskiptum hjá félaginu. Þessi þáttur hefur vaxið í 21% af tekjum Icelandair Group fyrstu níu mánuði ársins úr 16% á sama tíma í fyrra og  það stefnir í að það verði 38% árið 2008.

Hlutfall tekna af áætlunarflugsinu hefur lækkað í 69% á fyrstu níu mánuðum ársins úr 64%. Jón Karl vill sjá tekjur af áætlunarflugi til og frá Íslandi verði 40-50% af tekjum félagsins, í stað 60-70%, líkt og það hefur verið undanfarin ár.

Ferðaþjónustan var óbreytt í 15% á milli ára.