*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 11. apríl 2017 14:33

Icelandair á topplista Tripadvisor

Icelandair er í 10. sæti á lista Tripadvisor yfir fremstu flugfélög Evrópu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Icelandair er meðal 10 fremstu flugfélaga Evrópu samkvæmt mati neytenda á vef TripAdvisor. Icelandair fær titilinn 2017 TripAdvisor Travelers’ Choice®  í flokknum evrópsk flugfélög. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Icelandair er í 10. sæti listans.

TripAdvisor fær álit frá hundruðum milljóna viðskiptavina, en mánaðarlega fær vefurinn 390 milljón heimsóknir. Viðurkenning Icelandair byggir á fjölda og innihaldi umsagna alþjóðlegra viðskiptavina Icelandair yfir 12 mánaða tímabil. Umsagnirnar fjalla um alla þætti þjónustunnar, allt frá fyrstu upplifun á vefnum og þar til farþeginn er kominn út af flugvellinum.

„Þetta er sterk viðurkenning af því hún kemur beint frá viðskiptavinum í gegnum þennan stóra vef, sem allir þekkja, og heiður fyrir okkur að lenda í þessum flokki fremstu flugfélaga Evrópu“, segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair.

Stikkorð: Icelandair Tripadvisor listi
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is