Icelandair hefur tryggt sér afnot af tveimur Boeing 757-200 vélum næsta sumar. Í byrjun þessa árs var tilkynnt um að vélum í flota félagsins yrði fjölgað úr 12 í 14 sem nú hefur gengið eftir. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins á enn eftir að taka ákvörðun um hvort vélarnar verða keyptar eða leigðar.

Icelandair gerir ráð fyrir því að farþegum félagsins í ár fjölgi um 17% á milli ára en þeim fjölgaði um 18% á milli ára í fyrra. Þannig stefnir félagið að því að flytja um 1,7 milljón farþega á árinu.