Frá og með næstkomandi þriðjudag mun flugfélagið Samoe Airways hefja flug sex sinnum í viku milli Apia á Samóaeyjum til Auckland í Nýja Sjálandi, og verður notuð til þess flugvél sem leigð verður frá Icelandair. Frá 17. desember verður svo flogið daglega.

Um er að ræða 2.869 kílómetra leið, sem tekur venjulega tæpa 4 klukkutíma að fljúga, en á Samóaeyjum, áður Vestur (eða þýsku) Samóaeyjum búa 192 þúsund manns.

Flugfélagið tekur við flugleiðinni af Virgin Australia eftir að stjórnvöld höfnuðu umsókn flugfélagsins um að fljúga fimm sinnum í viku að því er New Zealand Herald segir frá. Notar flugfélag stjórnvalda 170 sæta Boeing 737-800 flugvél frá Icelandair.