Icelandair Group vill byggja framtíðarhöfuðstöðvar sínar í Vatnsmýri, við gatnamót Flugvallarvegar og Nauthólsvegar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greinir frá þessu á Facebook.

Icelandair hefur staðið í endurbótum í núverandi húsnæði sínu við Nauthólsveg og Hótel Natura. Lóðin sem um ræðir gefur kost á viðbyggingum við núverandi skrifstofur Icelandair, á móts við fyrirhugaða uppbyggingu Valsmanna. Borgarráð hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar að leiða viðræður við Icelandair um lóðina.

Dagur segir ósk Icelandair vera fagnaðarefni og að það sé honum metnaðarmál að borgin komi til móts við framsækin og vaxandi fyrirtæki. Lóðin sem um ræðir er merkt bláu á myndinni hér fyrir neðan:

© vb.is (vb.is)