Icelandair Group hefur undirritað viljayfirlýsing um kaup á tékkneska flugfélaginu, Tavel Service, sem er stærsta einkarekna flugfélag í Tékklandi. Kaupverðið er trúnaðarmál en kaupin eru fjármögnuð að hluta til með lánsfé.

Ef af kaupunum verður mun Icelandair Group eignast 50% í Travel Service fyrir mitt árið og félagið allt á næsta ári.

Í kjölfar kaupanna mun velta Icelandair Group aukast um 30% og verða 72 milljarðar króna á þessu ári. Áætlað er að velta Icelandair verði yfir 80 milljarðar króna á ársgrundvelli eftir að gengið hefur  verið frá kaupunum að fullu.

Travel Service rekur leiguflugsstarfsemi einkum frá Prag og Búdapest auk þess að reka lággjaldaflugfélagið Smart Wings. Félagið flýgur til 230 áfangastaða í fjórum heimsálfum og rekur einnig einkaþotuleigu. Heildarvelta Travel Service á síðasta ári var um 18 milljarðar króna.

Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair sagði á kynningarfundi í morgun að kaupin séu gerð í samræmi við stefnu félagsins um vöxt í alþjóðlegu leiguflugi og sé til marks um áherslu félagsins á Austur Evrópu.