*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 6. júní 2019 14:05

Icelandair á von á Airbus vél

Um er að ræða 150 sæta Airbus A319 þotu sem mönnuð verður erlendri áhöfn.

Ritstjórn
Boeing 737 MAX 8 vélar flugfélagsins hafa verið kyrrsettar síðan um miðjan mars síðastliðnn.
Haraldur Guðjónsson

Icelandair hefur nú gengið frá leigusamningi á Airbus vél. Þetta staðfestir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í samtali við Túrista.

Um er að ræða 150 sæta Airbus A319 þotu sem mönnuð verður erlendri áhöfn en með fulltrúa frá Icelandair um borð. „Þessi ráðstöfun er gerð í góðri sátt við stéttarfélög,” segir Bogi við Túrista. Airbus þotan verður nýtt í áætlunarflug Icelandair frá 20. júní og út ágúst.

Fyrir mánuði síðan greindi Viðskiptablaðið frá því að í uppgjörstilkynningu Icelandair Group kæmi fram að langtímaflotastefna félagsins væri til endurskoðunar.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is