Icelandair hefur nú gengið frá leigusamningi á Airbus vél. Þetta staðfestir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í samtali við Túrista .

Um er að ræða 150 sæta Airbus A319 þotu sem mönnuð verður erlendri áhöfn en með fulltrúa frá Icelandair um borð. „Þessi ráðstöfun er gerð í góðri sátt við stéttarfélög,” segir Bogi við Túrista. Airbus þotan verður nýtt í áætlunarflug Icelandair frá 20. júní og út ágúst.

Fyrir mánuði síðan greindi Viðskiptablaðið frá því að í uppgjörstilkynningu Icelandair Group kæmi fram að langtímaflotastefna félagsins væri til endurskoðunar.