*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Innlent 8. febrúar 2019 15:38

Icelandic Glacial kynnir nýjar vörur

Icelandic Glacial hefur kynnt til leiks þrjár nýjar og spennandi bragðtegundir af létt-kolsýrðu vatni.

Ritstjórn
Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial.
MBL - Ragnar Axelsson

Icelandic Water Holdings, sem selur hágæða lindarvatn undir merkjum Icelandic Glacial, hefur kynnt til leiks þrjár nýjar og spennandi bragðtegundir af létt-kolsýrðu vatni. Þessi viðbót mun styrkja enn frekar við uppbyggingu Icelandic Glacial á innlendum markaði. Fyrirtækið greinir frá þessu í fréttatilkynningu.

Tegundirnar sem um ræða eru Tahitian Lime, með sterkum keim af límónu, Sicilian Lemon, með klassísku sítrónubragði og Elderflower, vandað og spennandi bragð af ylliblómum.

Allar vörur Icelandic Glacial eru átappaðar að Hlíðarenda í Ölfusi og innihalda einungis náttúruleg bragðefni og eru án allra aukaefna. 

„Við erum hæstánægð að geta boðið uppá nýju bragðefnin okkar á Íslandi, segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial. Viðbrögðin frá okkar viðskiptavinum og dreifingaraðilum í Bandaríkjunum hafa verið stórkostleg, og við erum fullviss um það að Íslendingar kunni vel að meta þessar nýjungar.“

Icelandic Glacial er nú selt í 24 löndum á heimsvísu og var fyrst fyrirtækja sem selja átappað vatn til að öðlast Carbon Neutral vottun. Icelandic Glacial leggur sig fram við að nota einungis 100% endurvinnanlegar umbúðir og sjálfbærar flutningaleiðir.

Þessar nýju vörutegundir verða meðal annars í boði í Krónunni og verslunum Hagkaupa. 

Stikkorð: Icelandic Glacial