Icelandic Water Holdings hf, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial, og dreifingarfyrirtækið Remfly HongKong Ltd frá Hong Kong hafa gert með sér samning um dreifingu á Icelandic Glacial en sala á vatninu hefur þegar hafist í Hong Kong.

„Okkur er mikil ánægja að tilkynna að Remfly HongKong Ltd. er nýr dreifingaraðili okkar í Hong Kong,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Water Holdings efh. „Remfly HongKong Ltd er dótturfyrirtæki Remfly Wines & Spirits Ltd, dreifingaraðila okkar í Macau en fyrirtækið er leiðandi á drykkjavörumarkaðinum í Austur Asíu. Samstarf okkar hefur gengið mjög vel í Macau og við höfum trú á að samvinna okkar í Hong Kong muni styrkja samstarf okkar enn frekar og leiða til markvissari dreifingu á Icelandic Glacial á þessum mörkuðum.“

„Við erum gífurlega ánægð með að auka dreifingu á Icelandic Glacial einnig til Hong Kong en markaðurinn þar er mjög öflugur og fer sífellt vaxandi. Samstarf okkar við Icelandic Glacial fellur vel að áherslum Remfly og okkar öðrum vörumerkjum“ sagði Song Fai Leong, stofnandi og eigandi Refmly Wines & Spirits Ltd.

Icelandic Glacial er nú selt á 20 mörkuðum víðs vegar um heiminn. Vatninu er tappað á flöskur úr lind fyrirtækisins í landi Hlíðarenda í Ölfusi.