*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 21. október 2014 10:49

Icelandic Glacial selt í Taiwan

Icelandic Glacial vatnið er nú selt á 19 mörkuðum víðs vegar um heiminn.

Ritstjórn
MBL - Ragnar Axelsson

Icelandic Water Holdings og dreifingarfyrirtækið Shiang Yang Trade Co. Ltd frá Taiwan hafa gert með sér samning um dreifingu á Icelandic Glacial í Taiwan.

„Okkur er mikil ánægja að tilkynna að Shiang Yang Trade Co. Ltd er nýr dreifingaraðili okkar í Taiwan,“ sagði Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Water Holdings hf. „Fyrirtækið hefur áratuga reynslu í sölu drykkjavara frá Evrópu og býr yfir öflugu dreifikerfi í Taiwan. Við höfum trú á samstarfinu og vonum að það eigi eftir að efla hag beggja. Við erum stolt að geta boðið upp á Icelandic Glacial í þessu fallega landi.“

„Við erum hæstánægð að geta boðið upp á Icelandic Glacial í Taiwan. Icelandic Glacial fellur fullkomlega að áherslum fyrirtækisins og öðrum vörumerkjum okkar.“ sagði J. C. Wang, stofnandi og eigandi Shiang Yang Trade Co. Ltd.

Icelandic Glacial vatnið, sem er tappað á flöskur úr lind fyrirtækisins í landi Hlíðarenda í Ölfusi, er nú selt á 19 mörkuðum víðs vegar um heiminn.