*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 8. október 2014 09:08

Icelandic Glacial vatnið selt í Macau

Icelandic Water Holdings hefur gert samning um dreifingu á Icelandic Glacial í Macau í Kína.

Ritstjórn
MBL - Ragnar Axelsson

Icelandic Water Holdings hf, framleiðendur Icelandic Glacial vatnsins, og dreifingarfyrirtækið Remfly Wines & Spirits Ltd. frá Macau í Kína hafa gert með sér samning um dreifingu á Icelandic Glacial í Macau.

„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Remfly Wines & Spirits Ltd. er nýr dreifingaraðili okkar í Macau“ sagði Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Water Holdings hf. „Það er gífurlegur vöxtur í Macau og hefur Remfly Wines & Spirit Ltd. mikla reynslu í dreifingu drykkjavara í Macau og Kína. Fyrirtækið er leiðandi á sínu sviði og býr yfir öflugu dreifikerfi í Macau. Við erum stolt að geta boðið upp á Icelandic Glacial á þessum einstaka stað.“

„Við erum ánægð að geta boðið íbúum og gestum Macau að kynnast hinu margverðlaunaða gæðavatni Icelandic Glacial. Icelandic Glacial fellur fullkomlega að öðrum vörumerkjum okkar og áherslum fyrirtækisins“ sagði Song Fai Leong, stofnandi og eigandi Remfly Wines & Spirits Ltd.

Vatninu sem Icelandic Glacial notar er tappað á flöskur úr lind fyrirtækisins í landi Hlíðarenda í Ölfusi og þaðan dreift víða um heim. Er vatnið nú selt á 18 mörkuðum.