Stjórn Icelandic Group [ IG ] hefur samþykkti að falla frá áður samþykktri tillögu sinni um að leggja til við aðalfund aukningu á hlutafé um allt að jafnvirði 30 milljónum evra, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Á sama tíma var tilkynnt um að stjórnin hefur samþykkt að leggja tillögu fyrir hluthafa á komandi aðalfundi félagsins þess efnis, að hluthafar samþykki að félaginu verði heimilt að taka víkjandi skuldabréfalán til 4 ára samanlagt að höfuðstólsfjárhæð í íslenskum krónum er samsvarar  41 milljón evra á þeim tíma sem skuldabréfalánið er veitt, með 23% föstum ársvöxtum, er veiti kröfuhafa rétt til þess að breyta kröfu samkvæmt skuldabréfaláninu á hendur félaginu í hluti í því á genginu 1.

Um miðjan mars þegar tilkynnt var um fyrirhugaða hlutafjáraukninigu, sagði Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group, aukninguna fela í sér sterk skilaboð til markaðarins. „Með þessu er stjórn félagsins að sýna með áþreifanlegum hætti að hún stendur heilshugar á bak við þau áform sem uppi eru um einföldun á rekstri félagsins."

Greiningardeild Kaupþings sagði sama dag og tilkynnt var um fyrirhugaða hlutafjáraukningi, að hún væri skamm góður vermir, komi ekki til verulegs viðsnúnings í rekstri félagsins. Greiningardeild telur að vænt vaxtagjöld nemi hátt í 40 milljónum evra á næsta ári.