Icelandic Group hefur ákveðið að loka skrifstofu sinni í Noregi og mun eftirliðis sinna kaupum og miðlun á hráefni tengt Noregi í gegnum söluskrifstofur sínar hér og í Bretlandi. Fram kemur á vef Icelandic Group að lokunin sé liður í áherslubreytingum félagsins.

Framtakssjóður Íslands á Icelandic Group með manni og mús. Hann hefur gert talsverðar breytingar á rekstrinum í gegnum tíðina, s.s. selt verksmiðjur og framleiðslulínur í Bandaríkjunum og í nokkrum Evrópuríkjum. Fyrirtækið er með talsverðan rekstur hér og í Bretlandi og Belgíu og söluskrifstofur víða.